Hoppa yfir valmynd
11. mars 2024

Utanríkisráðherra ræðir fríverslunarsamninginn á hádegisverðarfundi í Nýju-Delhí.

Fríverslunarsamningurinn er mikilvægasti viðskiptasamningur, sem Ísland hefur gert við Asíu í meira en áratug, sagði Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra á hádegisverðarfundi í Nýju-Delhí 11. mars 2024. Daginn áður undirritaði utanríkisráðherra fríverslunarsamning EFTA-ríkjanna, þ. m. t. Íslands, og Indlands. Hádegisverðurinn var í boði Íslensk-indversku viðskiptasamtakanna (IIBA) og sendiráðs Íslands í Nýju-Delhí. Ráðherra svaraði fjölda spurninga og athugasemda fundarmanna og sagði samninginn myndu styrkja viðskipti, efnahagssamstarf og stjórnmálatengsl ríkjanna í framtíðinni. Samningurinn við Indland, fjölmennasta lýðræðisríki í heimi, væri líklega mikilvægasti viðskiptasamningur, sem EFTA hefði gert til þessa, sagði ráðherrann. Hádegisverðarfundinn ávörpuðu einnig Prasoon Dewan formaður IIBA og Guðni Bragason sendiherra.

 

 

 

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum