Hoppa yfir valmynd
13. janúar 2022

Staða staðarráðins fulltrúa laus til umsóknar

Sendiráð Íslands í London leitar að metnaðarfullum einstaklingi í fullt starf til að sinna fjölbreyttum og krefjandi verkefnum sem tengjast m.a. útgáfu Schengen vegabréfsáritana, borgaraþjónustu, menningar- og viðskiptamálum.

Helstu verkefni:
• Útgáfa Schengen vegabréfsáritana
• Borgaraþjónusta – aðstoð til handa Íslendingum í umdæmisríkjum
• Þátttaka í menningar- og viðskiptatengdum verkefnum
• Skipulagning viðburða
• Samstarf við innlenda og erlenda aðila á sviði menningar- og viðskiptamála
• Svörun almennra fyrirspurna og erinda
• Uppfærsla á vefsíðu og samfélagsmiðlum sendiráðsins
• Önnur tilfallandi verkefni

Hæfniskröfur og skilyrði:
• Íslenskur ríkisborgari og nauðsynlegt er að vera með dvalar- og atvinnuleyfi í Bretlandi (þ.e.a.s Settled Status, Pre-Settled Status eða Indefinate leave to remain)
• Mjög gott vald á ensku og íslensku í lesnu, töluðu og rituðu máli
• Mjög gott tölvulæsi (tölvufærni)
• Sjálfstæð vinnubrögð og framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
• Viðkomandi þarf að vera tilbúinn til að taka að sér fjölbreytt og krefjandi verkefni
• Hreint sakavottorð
• Háskólapróf í grein sem tengist starfinu er kostur
• Þekking á Schengen reglum varðandi vegabréfsáritanir er kostur
• Fyrri reynsla sem tengist starfinu er kostur

Nánari upplýsingar um sendiráðið:
Sendiráð Íslands í London þjónar Bretland og fjórum öðrum umdæmisríkjum, þ.e. Írlandi, Jórdaníu, Möltu og Katar. Sendiráðið er jafnframt fastanefnd Íslands gagnvart Alþjóðasiglingamálastofnuninni (IMO) í London. Hlutverk sendiráðsins er að veita Íslendingum þjónustu í umdæmisríkjunum og gæta hagsmuna Íslands, einkum á sviði utanríkis, öryggis-, viðskipta- og menningamála.

Leiðbeiningar og kjör:
Umsækjendur skulu senda inn ferilskrá ásamt mynd (að hámarki 2 blaðsíður) og kynningarbréf á íslensku (að hámarki 1 blaðsíða) á netfangið: [email protected].

Umsóknarfrestur er til og með 31. janúar 2022 og viðkomandi þarf að hefja störf 1. maí 2022.

Starfskjör staðarráðins fulltrúa falla undir breskar vinnumarkaðsreglur. Áætluð laun eru í kringum GBP 32.000 á ári. Um er að ræða ótímabundna ráðningu með sex mánaða reynslutíma. Við ákvörðun um ráðningu verður, auk framangreindra hæfnisviðmiða, tekið mið af frammistöðu í starfsviðtali og umsagna sem aflað er. Vakin skal athygli á því að umsækjendur sem boðaðir verða í starfsviðtal þurfa að gera grein fyrir tungumálakunnáttu sinni með verkefni á ensku og íslensku.

Fólk af öllum kynjum er hvatt til að sækja um starfið. Öllum umsóknum verður svarað eftir að ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Fyrirspurnir um starfið skal senda á [email protected]

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum