Hoppa yfir valmynd
23. júní 2020

Ísland ítrekar stuðning við traustvekjandi aðgerðir á hernaðarsviðinu.

Á upphafsfundi árlegrar endurskoðunarráðstefnu ÖSE um öryggismál (ASRC) 23. júní, ítrekaði Guðni Bragason fastafulltrúi stuðning Íslands við traustvekjandi aðgerðir á hernaðarsviðinu (CSBMs) og hvatti aðildarríki, til að framkvæma ákvæði samningsins um takmörkun hefðbundinna vopna í Evrópu (CFE) og fara að ákvæðum Samningsins um opna lofthelgi (OST). Samningarnir skiptu miklu máli fyrir öryggi á Evrópu-Atlantshafssvæðinu, sagði fastafulltrúinn og hvatti aðildarríki, til að vinna saman að endurskoðun á Vínarskjalin og taka þátt í umræðum um takmörkun vígbúnaðar (Structured Dialogue). Fastafulltrúinn sagði ÖSE heppilegan vettvang til að ræða fjölþátta ógnir vegna hinnar heildstæðu öryggishugmyndar stofnunarinnar. 

Ræða fastafulltrúa, 23. júní 2020.

 

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum