Hoppa yfir valmynd
06.04. 2018 Utanríkisráðuneytið

Landhnignun ógnar rúmum þremur milljörðum jarðarbúa

Ljósmynd: Tim Roberts/ Shutterstock - mynd

Samkvæmt nýrri skýrslu er landhnignum af mannavöldum komin á „alvarlegt stig“ í mörgum heimshlutum og ógnar velferð 3,2 millljarða mannkyns, stuðlar að útrýmingu dýrategunda og kyndir undir loftslagsbreytingar. Í skýrslunni er ennfremur talið að landhnignum eigi stóran þátt í auknum fólksflutningum og fjölgun átaka í heiminum.

Skýrslan er gefin út af alþjóðlegri stofnun um líffræðilega fjölbreytni og vistkerfi, Intergovernmental Science-Policy Platform on Biodiversity and Ecosystem Services (IPBES). Hún kemur út þriðja hvert ár og höfundarnir eru að þessu sinni á annað hundrað sérfræðingar frá 45 þjóðríkjum. Fram kemur í skýrslunni að tjónið af völdum landhnignunar sé álíka mikið og 10% af þjóðarframleiðslu heimsins árið 2010.

Mikil útþensla og ósjálfbær stjórnun á ræktunar- og beitilöndum eru víðtækustu orsakir landhnignunar og valda því að líffræðilegur fjölbreytileiki þverr og þjónusta vistkerfisins dvínar með þekktum afleiðingum fyrir matvælaöryggi, hreinsun vatns, orkuframboð og aðra þætti sem eru lífsnauðsynlegir fólki. Undirliggjandi áhrifaþættir í landhnignun eru neysluhyggja í þróuðum ríkjum ásamt aukinni neyslu í þróunarríkjum og nýmarkaðsríkjum.

Votlendi í heiminum hefur orðið sérstaklega illa úti, segir í skýrslunni. Þegar hafa glatast um 87% votlendis, þar af um 54% frá árinu 1900.

Landgræðsluskólinn er einn fjögurra skóla sem íslensk stjórnvöld reka undir hatti Háskóla Sameinuðu þjóðanna í alþjóðlegri þróunarsamvinnu. Landgræðsluskólinn er hýstur af Landbúnaðarháskóla Íslands í samvinnu við Landgræðslu ríkisins.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

15. Líf á landi
Heimsmarkmið - mynd

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum