Hoppa yfir valmynd
29.11. 2017 Utanríkisráðuneytið

Sextán daga átakið hófst með Ljósagöngu UN Women

Ljosaganga2017Mörg hundruð manns mættu í Ljósagönga UN Women sem fór fram síðastliðið laugardagskvöld á alþjóðlegum baráttudegi Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi. Dagurinn markar upphaf 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi sem UN Women á Íslandi ásamt öðrum félagasamtökum hér á landi eru í forsvari fyrir.

Yfirskrift Ljósagöngunnar í ár var - Höfum hátt. Í frétt Landsnefndar UN Women á Íslandi segir:

"Kyndilberar Ljósagöngu UN Women í ár voru Anna Katrín Snorradóttir, Glódís Tara, Halla Ólöf Jónsdóttir og Nína Rún Bergsdóttir og flutti Nína Rún hugvekju fyrir þeirra hönd. Þær spiluðu aðalhlutverk í atburðarásinni sem leiddi til ríkisstjórnarslita og er þetta í fyrsta skiptið sem þær koma allar saman síðan #höfumhátt fór af stað í sumar eftir að Robert Downey var veitt uppreist æra af íslenskum yfirvöldum."

Í hugvekju Nínu Rúnar sagði meðal annars:"Við vitum um fleiri brotaþola sem ekki hafa skilað skömminni og þessvegna höfum við hátt, og við munum hafa hátt þangað til að stjórnarskránni verður breytt og enginn þarf að ganga í gegnum það sama og við höfum þurft að ganga í gegnum. En Höfum Hátt er ekki bara okkar, heldur líka ykkar. Kvenna, karla, mæðra, feðra, systra og bræðra. Nú höfum við tækifæri til að breyta því hvernig samfélagið okkar tekur á kynferðisofbeldi... Hvernig samfélag viljum við fyrir börnin okkar?

Við brotnum ekki undan storminum og mótlætinu. Við viljum réttlæti! Við erum gosið! Við erum stormurinn!"

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum