Hoppa yfir valmynd
15.11. 2017 Utanríkisráðuneytið

Danadrottning til Gana

DanadrottningÍ næstu viku fer Margrét Þórhildur Danadrottning í opinbera heimsókn til Gana. Með í för verður viðskiptasendinefnd í anda stefnu Dana að tengja opinbera þróunarsamvinnu í auknum mæli samstarfi á viðskiptalegum forsendum. Á vef Globalnyt í Danmörku segir að þegar drottningin komi til vesturafríska landsins Gana sé það til marks um náin samskipti landanna. Milli Gana og Danmerkur séu löng söguleg tengsl því fyrstu Danirnir hafi komið upp að Gullströndinni árið 1659, segir í fréttinni beint uppúr tilkynningu frá konungshöllinni. Svæðið var dönsk nýlenda fram til árins 1850 þegar það var selt Bretum - og því eru sögulegu tengslin meiri við Gana en flest önnur ríki álfunnar.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum