Hoppa yfir valmynd
01.11. 2017 Utanríkisráðuneytið

Málstofa um stíflur og þróun á Nílarsvæðinu

Nile-map-largeÁ morgun, fimmtudaginn 2. nóvember, standa Norræna Afríkustofnunin (Nordic Africa Institute) og Háskóli Íslands fyrir málþingi um stíflur og þróun í þeim löndum sem liggja að Níl, sem löngum hefur verið talin lengsta á heims. 

Málstofan gengur undir nafninu: Dams, decisions, discourses and developments in Nile Basin Countries og hefst í Norræna húsinu klukkan 9. Mæting á málþingið er gjaldfrjáls og öllum opin. 
Stíflur og áveitukerfi hafa á síðustu misserum hlotið aukinn pólitískan forgang í þróunarmálum í mörgum löndum Afríku. Fjölmargar ástæður eru fyrir þessu. Afrískar þjóðir hafa verið í vandræðum við að 1) sjá þegnum sínum fyrir nægu magni heilsusamlegrar og næringarríkrar fæðu, og 2) útvega orku til að svara kalli aukinnar iðnvæðingar og hraðrar borgvæðingar innan álfunnar. Þar að auki kallar loftlagsbreytingar á breytingar landbúnaðkerfa. Með tilliti til þessa hafa áherslur á grænar umhverfisvænar lausnir með áherslu á viðnám við umhverfisbreytingum verið haldið á lofti sem helsta stefnumáli í þessum málum. Þar af leiðandi hafa afrískar þjóðir stóraukið fjárfestingar í vatns innviðum með það að markmiði að styrkja hagkerfi sín. Stórar og fjölnýtanlegar stíflur og áveitukerfi eru því á teikniborðinu og í byggingu í álfunni. 

Markmið málstofunnar er að 1) dýpka skilning á hlutverki stíflna í þróunaráætlunum afrískra ríkja og 2) taka fyrir helstu þekkingargloppur á þessu sviði og fjalla um af hverju sumar virkjanaáætlanir eru framkvæmdar og aðrar ekki, og rökin sem notuð eru í ákvörðunartökuferlum þegar valið er að virkja orku úr fallvatni, byggja áveitukerfi og fjölnota stíflur. Málstofan leiðir saman rannsakendur sem skoða stíflur út frá fræðilegu sjónarhorni og frá mismunandi löndum í Nílardalnum, sem eiga það sameiginlegt að hafa mikla reynslu af stórtækri stíflugerð og viðamiklum áveitukerfum.

Dagskrá:
09.00-0930: Welcome and opening 

Opening welcome by Ambassador, Mrs. Sigríður Snævarr 

Opening remarks by Iina Soiri, director of the Nordic Africa Institute 

Introduction by Kjell Havnevik, Terje Oestigaard, Atakilte Beyene and Helga Ögmundardóttir 

09.30-10.00: What are rivers for? Some theoretical issues of building dams and nations - Dr. Helga Ögmundardóttir 

10.00-10.30:The Old Aswan Dam in Egypt - A useful pyramid? Imperialists and archaeologists, cotton and complaints - Dr. Terje Oestigaard 

10.30-11.00:Coffee * 

11.00-11.30:Storing Nile waters upstream: the hydropolitical implications of dam building in Sudanand Ethiopia - Dr. Ana Cascão 

11.30-12.00:Large-scale irrigation dams and collective management: the case of Koga Damand Irrigation scheme, Ethiopia - Dr. Atakilte Beyene 

12.00-13.30:Lunch 

Venue Part 2: Conference hall at the National museum (Þjóðminjasafnið) 

13.30-14.00:A billion dollar ritual? Diviners, disputes and spirit appeasement ceremonies behind the Bujagali Dam, Uganda - Dr. Terje Oestigaard 

14.00-14.30: The Stiegler's Gorge Dam in Tanzania - the dam that never was built - Prof. Kjell Havnevik 

14.30-15.00:Coffee 

15.00-16.00: Round table discussion - Dr. Pétur Skúlason Waldorff, Dr. Jón Geir Pétursson, Dr. Sanna Ojalammi and Dr. ShilpaAsokan/

16.00-16.30: Summary and conclusions - Kjell Havnevik, Terje Oestigaard, Atakilte Beyene and Helga Ögmundardóttir

Nánar

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum