Hoppa yfir valmynd
11.10. 2017 Utanríkisráðuneytið

Stelpur taka völdin!

SterkarStelpur-Info2Í dag, 11. október er alþjóðadagur stúlkubarnsins. Í sextíu þjóðríkjum munu stúlkur taka við völdum og setjast í stól þjóðhöfðingja, ráðherra, forstjóra til að sýna völd og getu ungra stúlkna. Myllumerki dagsins er #GirlsTakeover. Í löndum Evrópusambandsins er svokölluð "European Week of Action  for Girls" þar sem valdefling stúlkna er í hávegum höfð og efnt verður til "Girls Summit" í dag í Brussel.

Í tilefni dagsins kom á dögunum út skýrsla Plan International samtakanna: Unlock the Power of Girls Now. Samkvæmt frétt samtakanna vilja stúlkur í heiminum stjórna lífi sínu en ofbeldi og mismunun leiðir til þess að þær upplifa sig bældar og valdlausar.

"Hræðilegar frásagnir stúlkna sýna að reynsla þeirra í nánast öllum tilvikum - gildir þá einu hvort það er á heimili, í skóla, í almenningssamgöngum, eða á samfélagsmiðlum - er sú að þær eru minntar á það að samfélagið lítur á þær sem óæðri strákum," segir Anne-Birgitte Albrectsen framkvæmdastjóri Plan International.

VIOLENCE AND DISCRIMINATION KEEP GIRLS POWERLESS#GIRLSTAKEOVER: TIME TO TURN GIRLS' WHISPER INTO A ROAR/ PlanInternational 
UN Women statement: International Day of the Girl Child, 11 October/ UNWomen 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum