Hoppa yfir valmynd
11.10. 2017 Utanríkisráðuneytið

Fundur um heimsmarkmiðin 25. október - taktu daginn frá!

Heimsmarkmidin1_1507734556622Hvaða markmið eru þetta? Af hverju skipta þau máli?  

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun eru 17 talsins og hafa 169 undirmarkmið. Þau voru samþykkt af Allsherjarþinginu í september 2015 og ná til ársins 2030. Tilgangur markmiðanna er að útrýma fátækt og hungursneyð, stuðla að friði og auknum jöfnuði, vernda lífriki jarðar og sporna gegn hlýnun jarðar. 

Heimsmarkmiðin snerta okkur öll og það er mikilvægt að allir þekki til þeirra. Ekki er verra ef að sem flestir taka þátt í að uppfylla markmiðin. 

Fræðslufundurinn um Heimsmarkmiðin er haldinn á vegum Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi. Fundurinn er opinn öllum og hefst klukkan 17:00 í sal Barnaheilla, Háaleitisbraut 13, 4. hæð.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum