Hoppa yfir valmynd
24.05. 2017

Endurfundir eftir þrjú ár

https://youtu.be/QPzdh67y_kQ Mikil fagnaðarlæti brutust út í Abuja í Nígeríu um helgina þegar liðsmenn vígasamtakanna Boko Haram slepptu úr haldi 82 stúlkum í skiptum fyrir fimm liðsmenn samtakanna sem höfðu verið settir bak við lás og slá.

Stúlkunum var rænt fyrir þremur árum úr skóla í bænum Chibok. Af þeim 276 stúlkum sem liðsmenn Boko Haram höfðu á brott með sér eru enn um eitt hundrað á valdi mannræningjanna og engin vitneskja um dvalarstað þeirra.


Ránið á stelpunum í Chibok vakti heimsathygli og margir muna eftir slagorðinu: Bring Our Girls Back.


Sameinuð á ný eftir þrjú ár/ Mbl.isFreed Nigerian schoolgirls meet families after 3 years/ AP 
82 Chibok-stúlkur aftur í faðm fjölskyldunnar/ RUV 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum