Hoppa yfir valmynd
03.05. 2017

Hlér Guðjónsson fer sem sendifulltrúi Rauða krossins til Sómalíu

Hler-Gudjonsson_2017Hlér Guðjónsson sendifulltrúi Rauða krossins á Íslandi hélt til Næróbí í Kenía um helgina og þaðan til Sómalíu á vegum Alþjóðasambands Rauða krossins og Rauða hálfmánans. 

Hlér er þaulreyndur sendifulltrúi og var valinn úr hópi umsækjenda til að sinna störfum í Sómalíu vegna yfirvofandi hungursneyðar þar í landi. Hlér mun meta þarfir og greina hvernig skipuleggja skuli áframhaldandi hjálparstarf með hliðsjón af vaxandi neyð vegna óvenjumikilla þurrka og hungurs.

Hlér hefur undanfarin tvö ár starfað í Peking í Kína sem upplýsingafulltrúi á vegum Alþjóða Rauða krossins en þar áður meðal annars í Síerra Leone, Palestínu og víðar.

"Hlér er mjög reyndur sendifulltrúi Rauða krossins og við vitum að reynsla hans og þekking mun nýtast sómalska Rauða hálfmánanum og Alþjóða Rauða krossinum vel í þessu erfiða verkefni sem við stöndum frammi fyrir að afstýra hungursneyð í Sómalíu," segir Kristín S. Hjálmtýsdóttir framkvæmdastjóri Rauða krossins. "Það gerir Rauði krossinn samt ekki einn, allir þurfa að leggjast á eitt en munum að saman getum við unnið að kraftaverki og bjargað hundurðum þúsunda eða jafnvel milljónum manna frá hungri og vannæringu og þannig að auki fjárfest í framtíðinni. Rauði krossinn á Íslandi mun fyrir sitt leyti ekki láta sitt eftir liggja og við hvetjum almenning til að leggja okkur lið með því að senda sms í númerið 1900 og leggja þannig kr. 1900 af mörkum en sú upphæð dugar til að bjarga tveimur börnum frá alvarlegri vannæringu." 

Rauði krossinn á Íslandi er með neyðarsöfnun í gangi vegna ástandsins í Afríku og er starf Hlés einn liður í framlagi Rauða krossins á Íslandi vegna ástandsins.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum