Hoppa yfir valmynd
19.10. 2016

Sögulegt samkomulag í loftslagsmálum í Rúanda

Sögulegt samkomulag náðist á alþjóðlegum fundi í Rúanda á dögunum um að útrýma notkun efna í fjölda kæliskápa og loftkælikerfa sem skaðleg eru andrúmsloftinu. Útrýma á notkun vatnsflúorkolefna á næstu áratugum. Sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun sagði í frétt á Stöð 2 að mikilvægt skref hafi verið stigið í baráttunni gegn skaðlegum loftslagsbreytingum á jörðinni.

Samkvæmt samkomulaginu verða ríki flokkuð í þrjá flokka varðandi niðurskurð á notkun tækja sem nota vetnisflúorkolefni en það eru einkum kæliskápar og loftkælikerfi.

Þróuð ríki í Evrópu og Norður-Ameríku munu draga úr notkun hinna skaðlegu efna um 10 prósent fyrir árið 2019 og um 85 prósent fyrir árið 2036.

Fulltrúar um tvö hundruð þjóðríkja sátu fundinn sem haldinn var í Kigali.

Sögulegt samkomulag í loftslagsmálum/ Vísir
Climate protection: new momentum, slow implementation, eftir Hans Dambowski/ D+C
Green transformation 'unstoppable' as countries agree to curb powerful greenhouse gases - UN / UNNewsCentre

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum