Hoppa yfir valmynd
05.10. 2016

Kallað eftir tölfræðigögnum um raunverulega stöðu stúlkna

Kynningarmyndband frá Plan International Milljónir stúlkna eru "ósýnilegar" vegna þess að skortur er á tölfræðilegum upplýsingum um þær, segja samtökin Plan International og eiga við að hvorki stjórnvöld né aðrir sem koma að stefnumörkun í málaflokkum sem varðar stúlkur viti nákvæmlega um stöðu þeirra. Samtökin gáfu í vikunni út skýrsluna "Counting the Invisible" (Teljum þær ósýnilegu) til að vekja athygi á mikilvægi tölfræðilegra gagna um stúlkur í baráttunni fyrir réttlátari heimi og jafnrétti fyrir alla.

Í skýrslunni er rýnt í stöðu stúlkna og dregið fram í dagsljósið hvar skortur á tölfræðigögnum er áberandi. Fram kemur að gögn skorti um það hversu margar stelpur hrökklast úr námi vegna snemmbúinna giftinga, hversu margar stelpur eignist börn fyrir 15 ára aldur, hversu marga klukkutíma á dag þær þurfi að vinna, hvers konar vinna það er og hvort þær fái greitt fyrir þær vinnustundir.

Í formála skýrslunnar segir að miklar framfarir hafi almennt orðið í lífi stúlkna og kvenna á síðustu áratugum. Dregið hafi úr dauðsföllum af barnsförum, fleiri stelpur séu skráðar í grunnskóla, barnahjónaböndum fækki og kvenkyns þingmönnum fjölgi. "Og, dag hvern, bætast við nýjar raddir sem tala fyrir því ákveðið að ekki einungis verði tryggð staða kvenna og stúlkna í þróunaráætlunum heldur verði þær leiddar til öndvegis," segir skýrsluhöfundur og bætir við að leiðin hafi alls ekki verið greið. Enn eigi jafnrétti langt í land og valdefling kvenna og stúlkna sé enn fyrirheit sem ekki hafi verið staðið við í mörgum heimshlutum.

"Árið 2014 voru rúmlega 100 milljónir ungra kvenna í lágtekju- og millitekjuríkjum ólæsar. Stúlkur utan skóla eru líklegri en strákar að vera meinað um menntun. Konur hvarvetna í heiminum verja fleiri klukkustundum en karlar í ólaunuð störf við ummönnun eða heimilsverk eins og eldamennsku eða þrifnað sem leiðir til þess að þær fá minni tíma til náms, hvíldar og til að hugsa um sig sjálfar. Þá segja tölfræðigögn að hvarvetna í heiminum hafi konur lægri laun en karlar."

Counting the Invisible Girls/ PlanInternational
Málstofa á næstunni: The transformative potential of girls' education (ODI)

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum