Hoppa yfir valmynd

24 Heilbrigðisþjónusta utan sjúkrahúsa

Heilbrigðisráðuneytið

Skilgreining málefnasviðs

Starfsemi á þessu málefnasviði er á ábyrgð heilbrigðisráðherra. Það skiptist í fjóra málaflokka sem sjá má í eftirfarandi töflu. Þar má jafnframt sjá fjárhagslega þróun málefnasviðsins og einstakra málaflokka á tímabilinu 2022–2024. Helstu áherslum, framtíðarsýn og meginmarkmiðum á málefnasviðinu er lýst í fjármálaáætlun.

Fjárhagsleg þróun málefnasviðsins og einstakra málaflokka á tímabilinu 2022–2024

Útgjaldarammi - heildaryfirlit og breytingar eftir tilefnum

Myndin hér á eftir sýnir sundurliðaðar breytingar á útgjaldaramma málefna­sviðsins eftir helstu tilefnum sem nánar er greint frá í inngangskafla málefnasviða.

Fjárhagsleg þróun málefnasviðsins og einstakra málaflokka á tímabilinu 2022–2024

Heildargjöld málefnasviðs 24 Heilbrigðisþjónusta utan sjúkrahúsa árið 2024 eru áætluð 87.203,7 m.kr. og aukast um 3.035,1 m.kr. á föstu verðlagi fjárlaga 2023 eða sem svarar til 3,9%. Þegar tekið er tillit til áhrifa af almennum launa- og verðlagsbreytingum hækka útgjöldin um 8.662,5 m.kr. milli ára eða sem svarar til 11%.

Myndin endurspeglar þá útfærslu og forgangsröðun sem unnin er út frá stefnumótun málefnasviðsins. Sú niðurstaða getur eftir atvikum vikið frá þeim viðmiðum sem sett voru í fjármálaáætlun, t.a.m. þannig að nýju útgjaldasvigrúmi hafi að einhverju leyti verið jafnað á móti aðhaldsmarkmiði. Aðhaldsmarkmiðið felur m.a. í sér sértækar afkomubætandi aðhaldsráðstafanir á málefnasviðum og er nánar fjallað um þær í kafla 5 Útgjöld ríkissjóðs.

Útgjaldarammi - hagræn skipting útgjalda

Í eftirfarandi töflu eru útgjöld málefnasviðsins, þróun fjárheimilda og fjármögnun frá árinu 2022 greind í fjóra þætti eftir hagrænni skiptingu, eins og nánar er greint frá í inngangskafla málefnasviða. Hagræn skipting útgjalda niður á málaflokka birtist í fylgiriti með fjárlögum.

Útgjöld málefnasviðsins, þróun fjárheimilda og fjármögnun frá árinu 2022 greind í fjóra þætti eftir hagrænni skiptingu

24.1 Heilsugæsla

Starfsemi málaflokksins er í höndum heilbrigðisráðuneytis, Heilsugæslu höfuðborgar­svæðis­ins, heilsugæslusviða heilbrigðisstofnana heilbrigðisumdæma og einkarekinna heilsu­gæslu­stöðva. Nánar er fjallað um málaflokkinn í fjármálaáætlun, þar á meðal ábyrgðar­skiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, markmið og mælikvarða um árangur o.fl.

Í eftirfarandi töflu má sjá helstu verkefni málaflokksins árið 2024 og tengingu þeirra við markmið ásamt helstu breytingum sem verða á fjárveitingum á milli ára. Eingöngu eru sýndar breytingar sem verða á fjárveitingum til verkefna frá fjárlögum ársins 2023. Þannig endurspegla fjárhæðir ekki heildarfjárveitingar til verkefna nema í tilvikum þar sem breyting á milli ára felur í sér heildarfjármögnun verkefnisins.

 

Helstu verkefni 2024

Framkvæmdaraðili

Breyting á fjárveitingu til verkefnis

Markmið 1: Að fyrir liggi miðlægir biðlistar fyrir geðheilbrigðisþjónustu heilsugæslunnar

Aukin þjónusta í samræmi við stefnu og

aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum.

Heilbrigðisráðuneyti og heilsugæslur um allt land

90 m.kr.

Auka geðheilbrigðisþjónustu við aldraða.

Heilbrigðisráðuneyti og heilsugæslur um allt land

Innan ramma

Markmið 2: Skilvirkari þjónusta fyrir sjúklinga sem leita til heilsugæslu

Gera heilbrigðisþjónustu gagnsærri og skilvirkari.

Heilbrigðisráðuneyti og heilsugæslur um allt land

Innan ramma

Efla heilsueflandi móttökur innan heilsugæslunnar.

Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu

Innan ramma

Auka þverfaglegt samstarf og teymisvinnu í heilsugæslu.

Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu og heilsugæslur um allt land

Innan ramma

Markmið 3: Aðgengilegri þjónusta fyrir sjúklinga sem leita til heilsugæslu

Lækka greiðsluþátttöku sjúklinga í heilbrigðisþjónustu.

Heilbrigðisráðuneyti

720 m.kr.

Undirbúa opnun tveggja nýrra heilsugæslustöðva á Akureyri í samræmi við þarfagreiningu.

Heilbrigðisráðuneyti

550m.kr.

Undirbúa byggingu nýrrar heilsugæslustöðvar í Innri-Njarðvík.

Heilbrigðisráðuneyti

100m.kr.

     

Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2024 er áætluð 44.107,4 m.kr. og hækkar um 1.107,1 m.kr. frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 2.594,2 m.kr.

Ekki er um miklar breytingar á hagrænni skiptingu innan málaflokksins að ræða.

Helstu breytingar á fjárheimildum málaflokksins eru eftirtaldar:

  1. Reiknaður raunvöxtur á veittri þjónustu innan málaflokks heilsugæslu er 700 m.kr.
  2. Fjárframlög til málaflokksins hækka um 400 m.kr. til að mæta áskorunum sem felast í öldrun þjóðarinnar, vinna niður biðlista o.fl.
  3. Fjárheimild málaflokksins hækkar um 150 m.kr. til að sporna við skaða af völdum ópíóða. Fjármagnið dreifist á nokkra málaflokka og verður útfært nánar á rétta fjárlagaliði við 2. umræðu fjárlaga.
  4. Fjárheimild málaflokksins hækkar um 100 m.kr. til að mæta verkefnum í nýrri geðheilbrigðisstefnu.
  5. Fjárframlög til málaflokksins hækka um 800 m.kr. til að lækka greiðsluþátttöku í heilbrigðisþjónustunni með áherslu á viðkvæma hópa.
  6. Fjárheimild málaflokksins er aukin um 400 m.kr. vegna aukins kostnaðar við heilbrigðisskoðun sem umsækjendum um alþjóðlega vernd er skylt að gangast undir.
  7. Fjárheimild málaflokksins lækkar um 142,1 m.kr. vegna samsvarandi breytinga á rekstrartekjum.
  8. Hlutdeild málaflokksins í aðhaldskröfu málefnasviðsins nemur 320,8 m.kr.
  9. Fjárveiting til aðgerðaáætlunar í geðheilbrigðismálum lækkar um 10 m.kr. sem nemur 10% og er liður í útfærslu á 9 ma.kr. afkomubætandi ráðstöfunum.
  10. Fjárveiting til verkefnis öldrun þjóðarinnar, vinna niður biðlista o.fl. lækkar um 40 m.kr. sem nemur 10% og er liður í útfærslu á 9 ma.kr. afkomubætandi ráðstöfunum.
  11. Fjárveiting til að lækka greiðsluþátttöku í heilbrigðiskerfinu lækkar um 80 m.kr. sem nemur 10% og er liður í útfærslu á 9 ma.kr. afkomubætandi ráðstöfunum.
  12. Fjárheimild málaflokksins til byggingar nýrrar heilsugæslustöðvar á starfssvæði Heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri er lækkuð um 650 m.kr.
  13. Fjárheimild málaflokksins til byggingar nýrrar heilsugæslustöðvar á starfssvæði Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja er lækkuð um 200 m.kr.

24.2 Sérfræðiþjónusta og hjúkrun

Starfsemi málaflokksins er í höndum sjálfstætt starfandi sérgreinalækna, tannlækna, hjúkrunar­fræðinga, sálfræðinga og ljósmæðra. Nánar er fjallað um málaflokkinn í fjármálaáætlun, þar á meðal ábyrgðarskiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, markmið og mælikvarða um árangur o.fl.

Í eftirfarandi töflu má sjá helstu verkefni málaflokksins árið 2024 og tengingu þeirra við markmið ásamt helstu breytingum sem verða á fjárveitingum á milli ára. Eingöngu eru sýndar breytingar sem verða á fjárveitingum til verkefna frá fjárlögum ársins 2023. Þannig endurspegla fjárhæðir ekki heildarfjárveitingar til verkefna nema í tilvikum þar sem breyting á milli ára felur í sér heildarfjármögnun verkefnisins.

 

Helstu verkefni 2024

Framkvæmdaraðili

Breyting á fjárveitingu til verkefnis

Markmið 1: Ná lykilsamningum um kaup á heilbrigðisþjónustu

Efla ríkið sem kaupanda að heilbrigðisþjónustu til að ná lykilsamningum um kaup á heilbrigðis­þjónustu.*

Heilbrigðisráðuneyti og Sjúkratryggingar Íslands

150 m.kr.**

Unnið verði að því að ná samningum við sjúkraþjálfara.

Sjúkratryggingar Íslands

Innan ramma

     

*Verkefnið styður jafnframt við markmið 1 (verkefni 2) í málaflokki 24.3.

**Fjármagn fer til Sjúkratrygginga Íslands (málaflokkur 32.3).

Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2024 er áætluð 29.224 m.kr. og hækkar um 1.367,4 m.kr. frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 1.936,4 m.kr.

Ekki er um miklar breytingar á hagrænni skiptingu innan málaflokksins að ræða.

Helstu breytingar á fjárheimildum málaflokksins eru eftirtaldar:

  1. Fjárheimildir málaflokksins eru auknar um 1.900 m.kr. vegna nýs samnings við sérgreinalækna. Með samningi verða viðbótargreiðslur sem sjúklingar greiddu að fullu við samningsleysi hluti samningsgreiðslna, færist þannig umtalsverður kostnaður frá sjúkratryggum til sjúkratrygginga. Þá er í samningnum kveðið á ýmis samstarfs­verkefni sem ætlað er að efla þjónustu við sjúklinga og tryggja að starfsemi sérgreinalækna endurspegli öra þróun læknavísinda.
  2. Reiknaður raunvöxtur á veittri þjónustu innan málaflokksins er 518,1 m.kr.
  3. Felldar eru niður 1.050 m.kr. heimildir vegna tímabundinna aðgerða til að stytta biðlista eftir aðgerðum.
  4. Hlutdeild málaflokksins í aðhaldskröfu málefnasviðsins er 0,7 m.kr.

24.3 Sjúkraþjálfun, iðjuþjálfun og talþjálfun

Starfsemi málaflokksins er í höndum sjúkraþjálfara, iðjuþjálfa og talmeinafræðinga. Einnig fellur Heyrnar- og talmeinastöð Íslands undir málaflokkinn. Nánar er fjallað um málaflokkinn í fjármálaáætlun, þar á meðal ábyrgðarskiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, markmið og mælikvarða um árangur o.fl.

Í eftirfarandi töflu má sjá helstu verkefni málaflokksins árið 2024 og tengingu þeirra við markmið ásamt helstu breytingum sem verða á fjárveitingum á milli ára. Eingöngu eru sýndar breytingar sem verða á fjárveitingum til verkefna frá fjárlögum ársins 2023. Þannig endur­spegla fjárhæðir ekki heildarfjárveitingar til verkefna nema í tilvikum þar sem breyting á milli ára felur í sér heildarfjármögnun verkefnisins.

 

Helstu verkefni 2024

Framkvæmdaraðili

Breyting á fjárveitingu til verkefnis

Markmið 1: Biðtími eftir þjónustu sjúkraþjálfara er <30 dagar samkvæmt miðlægum biðlista

Unnið verði að miðlægum biðlista fyrir sjúkraþjálfun til að ná yfirsýn yfir biðtíma.

Embætti landlæknis og Sjúkratryggingar Íslands

Innan ramma

     

Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2024 er áætluð 9.389 m.kr. og hækkar um 149 m.kr. frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 687 m.kr.

Ekki er um miklar breytingar á hagrænni skiptingu innan málaflokksins að ræða.

Helstu breytingar á fjárheimildum málaflokksins eru eftirtaldar:

  1. Reiknaður raunvöxtur á veittri þjónustu innan málaflokksins er 154,4 m.kr.
  2. Fjárheimild málaflokksins eykst um 10 m.kr. vegna samsvarandi breytinga á rekstrartekjum.
  3. Hlutdeild málaflokksins í aðhaldskröfu málefnasviðsins er 15,4 m.kr.

24.4 Sjúkraflutningar

Starfsemi málaflokksins er í höndum rekstraraðila sem starfa samkvæmt samningum við Sjúkratryggingar Íslands. Auk þess heyra réttindagreiðslur sjúkratrygginga til sjúkraflutninga og ferða innan lands til málaflokksins. Nánar er fjallað um málaflokkinn í fjármálaáætlun, þar á meðal ábyrgðarskiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, markmið og mælikvarða um árangur o.fl.

Í eftirfarandi töflu má sjá helstu verkefni málaflokksins árið 2024 og tengingu þeirra við markmið ásamt helstu breytingum sem verða á fjárveitingum á milli ára. Eingöngu eru sýndar breytingar sem verða á fjárveitingum til verkefna frá fjárlögum ársins 2023. Þannig endur­spegla fjárhæðir ekki heildarfjárveitingar til verkefna nema í tilvikum þar sem breyting á milli ára felur í sér heildarfjármögnun verkefnisins.

 

Helstu verkefni 2024

Framkvæmdaraðili

Breyting á fjárveitingu til verkefnis

Markmið 1: Skjótari viðbrögð við bráðaútköllum í dreifbýli

Endurskipuleggja bráðaþjónustu og sjúkraflutninga samkvæmt aðgerðaáætlun til ársins 2025 og tillögum viðbragðsteymis 2022.

Heilbrigðisráðuneyti, LSH, heilbrigðistofnanir og sjúkraflutningsaðilar

Innan ramma

Markmið 2: Betri faglegur stuðningur á vettvangi

Ljúka innleiðingu samræmdrar rafrænnar skráningar í sjúkrabílum.

Embætti landlæknis og sjúkraflutningsaðilar

Innan ramma

Vinna að endurskoðun námskrár sjúkraflutninganáms m.t.t. flutnings þess inn í almenna skólakerfið.

Heilbrigðisráðuneyti, mennta- og barnamála­ráðuneyti, embætti landlæknis og sjúkra­flutningsaðilar

Innan ramma

Auka þjálfunarmöguleika sjúkraflutningafólks í dreifbýli hjá stærri sjúkraflutningsaðilum.

LSH, embætti landlæknis og sjúkraflutningsaðilar

Innan ramma

Tryggja faglegan sérhæfðan stuðning á vettvangi með fjarheilbrigðislausnum.

LSH, embætti landlæknis og sjúkraflutningsaðilar

Innan ramma

Markmið 3: Aukin þjónusta á vettvangi

Vinna að samræmingu á málefnum vettvangsliða á landsvísu, sér í lagi í dreifðari eða einangraðri byggðum.

Heilbrigðisráðuneyti og sjúkraflutningsaðilar

Innan ramma

     

Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2024 er áætluð 4.482,4 m.kr. og hækkar um 411,6 m.kr. frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 409,8 m.kr.

Ekki er um miklar breytingar á hagrænni skiptingu innan málaflokksins að ræða.

Helstu breytingar á fjárheimildum málaflokksins eru eftirtaldar:

  1. Fjárheimild málaflokksins er aukin um 380 m.kr. vegna aukins umfangs í sjúkra­flutningum og breytts vinnufyrirkomulags í kjölfar betri vinnutíma í vaktavinnu.
  2. Reiknaður raunvöxtur í málaflokknum er 67,3 m.kr.

Hlutdeild málaflokksins í aðhaldskröfu málefnasviðsins er 61,7 m.kr.

Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum