Hoppa yfir valmynd

30 Vinnumarkaður og atvinnuleysi ​

Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Skilgreining málefnasviðs

Starfsemi á þessu málefnasviði er á ábyrgð félags- og vinnumarkaðsráðherra. Það skiptist í tvo málaflokka sem sjá má í eftirfarandi töflu. Þar má jafnframt sjá fjárhagslega þróun málefnasviðsins og einstakra málaflokka á tímabilinu 2022–2024. Helstu áherslum, framtíðarsýn og meginmarkmiðum á málefnasviðinu er lýst í fjármálaáætlun.

Ffjárhagsleg þróun málefnasviðsins og einstakra málaflokka á tímabilinu 2022–2024

Útgjaldarammi - heildaryfirlit og breytingar eftir tilefnum

Myndin hér á eftir sýnir sundurliðaðar breytingar á útgjaldaramma málefnasviðsins eftir helstu tilefnum, sem nánar er greint frá í inngangskafla málefnasviða.

Breytingar á ramma milli áranna 2023 og 2024

Heildargjöld málefnasviðs 30 Vinnumarkaður og atvinnuleysi árið 2024 eru áætluð 44.194,9 m.kr. og aukast um 3.655,3 m.kr. á föstu verðlagi fjárlaga 2023, eða sem svarar til 9,5%. Þegar tekið er tillit til áhrifa af almennum launa- og verðlagsbreytingum hækka útgjöldin um 5.734,8 m.kr. milli ára, eða sem svarar til 14,9%.

Myndin endurspeglar þá útfærslu og forgangsröðun sem unnin er út frá stefnumótun málefnasviðsins. Sú niðurstaða getur eftir atvikum vikið frá þeim viðmiðum sem sett voru í fjármálaáætlun, t.a.m. þannig að nýju útgjaldasvigrúmi hafi að einhverju leyti verið jafnað á móti aðhaldsmarkmiði. Aðhaldsmarkmiðið felur m.a. í sér sértækar afkomubætandi aðhaldsráðstafanir á málefnasviðum og er nánar fjallað um þær í kafla 5 Útgjöld ríkissjóðs.

Útgjaldarammi - hagræn skipting útgjalda

Í eftirfarandi töflu eru útgjöld málefnasviðsins, þróun fjárheimilda og fjármögnun frá árinu 2022 greind í fjóra þætti eftir hagrænni skiptingu, eins og nánar er greint frá í inngangskafla málefnasviða. Hagræn skipting útgjalda niður á málaflokka birtist í fylgiriti með fjárlögum.

Útgjöld málefnasviðsins, þróun fjárheimilda og fjármögnun frá árinu 2022 greind í fjóra þætti eftir hagrænni skiptingu 

30.1 Vinnumál og atvinnuleysi

Starfsemi málaflokksins er í höndum Vinnumálastofnunar, Atvinnuleysistryggingasjóðs og Ábyrgðasjóðs launa. Nánar er fjallað um málaflokkinn í fjármálaáætlun, þar á meðal ábyrgðarskiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, markmið og mælikvarða um árangur o.fl.

Í eftirfarandi töflu má sjá helstu verkefni málaflokksins árið 2024 og tengingu þeirra við markmið ásamt helstu breytingum sem verða á fjárveitingum á milli ára. Eingöngu eru sýndar breytingar sem verða á fjárveitingum til verkefna frá fjárlögum ársins 2023. Þannig endurspegla fjárhæðir ekki heildarfjárveitingar til verkefna nema í tilvikum þar sem breyting á milli ára felur í sér heildarfjármögnun verkefnisins.

 

Helstu verkefni 2024

Framkvæmdaraðili

Breyting á fjárveitingu til verkefnis

Markmið 1: Að draga úr fjarveru á vinnumarkaði

Efling gagnreyndra aðferða í samvinnu við önnur þjónustukerfi við að aðstoða langtímaatvinnuleitendur við að fá starf eða viðeigandi úrræði.

Vinnumálastofnun

Innan ramma

Skimun fyrir áhættuþáttum vegna langtímaatvinnuleysis meðal nýskráðra og verklag byggt á niðurstöðum skimunar.

Vinnumálastofnun

Innan ramma

Innleiðing og efling stafrænna lausna og ráðgjöf í þjónustu við þjónustuþega.

Vinnumálastofnun

Innan ramma

Markmið 2: Efla stuðningsúrræði fyrir einstaklinga með skerta starfsgetu í tengslum við þátttöku þeirra á vinnumarkaði

Einstaklingsmiðaður stuðningur við starfsleit – Individual placement and support (IPS) – verkefni fyrir unga atvinnuleitendur með skerta starfsgetu/vinnumarkaðshæfni.

Vinnumálastofnun

Innan ramma

Efld stuðningsúrræði fyrir fólk með skerta starfsgetu í tengslum við þátttöku á vinnumarkaði.

Vinnumálastofnun

153 m.kr.

     

Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2024 er áætluð 42.449 m.kr. og hækkar um 3.959,9 m.kr. frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 1.954,4 m.kr.

Ekki er um breytingar á hagrænni skiptingu innan málaflokksins að ræða.

Helstu breytingar á fjárheimildum málaflokksins eru eftirtaldar:

  1. Fjárheimild málaflokksins er aukin um 4.709 m.kr. í samræmi við uppfærða þjóðhagsspá með tilliti til breytinga á atvinnuleysi og mannfjölda á vinnufærum aldri
  2. Fjárheimild málaflokksins er aukin tímabundið til tveggja ára um 330 m.kr. vegna fjölgunar stöðugilda hjá Vinnumálastofnun vegna aðstoðar við atvinnuleit og virkni fyrir flóttafólk sem fengið hefur samþykkta umsókn um alþjóðlega vernd.
  3. Fjárheimild málaflokksins er aukin um 153 m.kr. vegna vinnumarkaðsúrræða fyrir fólk með skerta starfsgetu í tengslum við þátttöku á vinnumarkaði.
  4. Fjárheimild málaflokksins er aukin um 125,1 m.kr. vegna sameiningar Fjölmenningarseturs og Vinnumálastofnunar í apríl 2023. Fjárheimild flyst til Vinnumálastofnunar.
  5. Fjárheimild málaflokksins er aukin tímabundið til tveggja ára um 120 m.kr. vegna íslenskunámskeiða fyrir flóttafólk.
  1. Fjárheimild málaflokksins er aukin um 43 m.kr. vegna ráðstöfunar af útgjaldasvigrúmi félags- og vinnumarkaðsráðuneytis.
  2. Fjárheimild málaflokksins er aukin um 30,5 m.kr. vegna starfsendurhæfingasjóða.
  3. Fjárheimild málaflokksins lækkar um 685 m.kr. vegna tímabundinnar fjárheimildar vegna heimsfaraldurs kórónuveiru sem fellur niður. Samhliða lækka sértekjur Vinnumálastofnunar um sömu upphæð.
  4. Hlutdeild málaflokksins í aðhaldskröfu málefnasviðsins nemur 197,7 m.kr.

30.2 Vinnumarkaður

Starfsemi málaflokksins er í höndum embættis ríkissáttasemjara og Vinnueftirlits ríkisins. Nánar er fjallað um málaflokkinn í fjármálaáætlun, þar á meðal ábyrgðarskiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, markmið og mælikvarða um árangur o.fl.

Í eftirfarandi töflu má sjá helstu verkefni málaflokksins árið 2024 og tengingu þeirra við markmið ásamt helstu breytingum sem verða á fjárveitingum á milli ára. Eingöngu eru sýndar breytingar sem verða á fjárveitingum til verkefna frá fjárlögum ársins 2023. Þannig endurspegla fjárhæðir ekki heildarfjárveitingar til verkefna nema í tilvikum þar sem breyting á milli ára felur í sér heildarfjármögnun verkefnisins.

 

Helstu verkefni 2024

Framkvæmdaraðili

Breyting á fjárveitingu til verkefnis

Markmið 1: Öruggari og heilsusamlegri vinnustaðir

Innleitt nýtt verklag við framkvæmd vettvangsathugana með sérstökum straumi vettvangsathugana.

Vinnueftirlitið

Innan ramma

Innleidd stafræn samskipti við fyrirtæki þar sem spurt er um skriflega áætlun um öryggi og heilbrigði.

Vinnueftirlitið

Innan ramma

Forvarnaverkefni um að hvetja til samfélagslegrar umræðu um mikilvægi vinnuverndar.

Vinnueftirlitið

Innan ramma

Samstarfsverkefni til að stuðla að góðri heilsu, vellíðan og öryggi starfsfólks.

Vinnueftirlitið

Innan ramma

Markmið 2: Efla fyrirbyggjandi sáttamiðlun ríkissáttasemjara við gerð kjarasamninga á vinnumarkaði

Skapa aðstöðu fyrir samningsaðila til að undirbúa gerð kjarasamninga á gildistíma kjarasamninga.

Embætti ríkissáttasemjara

Innan ramma

Aðstoða samningsaðila við undirbúning samninganefnda og skipulag samningaviðræðna með samráði og fræðslu.

Embætti ríkissáttasemjara

Innan ramma

Aðstoða samningsaðila við að afla upplýsinga og skipuleggja samráð í aðdraganda kjarasamninga.

Embætti ríkissáttasemjara

Innan ramma

Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2024 er áætluð 1.745,9 m.kr. og lækkar um 304,6 m.kr. frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 125,1 m.kr.

Ekki er um breytingar á hagrænni skiptingu innan málaflokksins að ræða.

Helstu breytingar á fjárheimildum málaflokksins eru eftirtaldar:

  1. Fjárheimild málaflokksins lækkar um 227 m.kr. vegna ráðstöfunar á útgjaldasvigrúmi ráðuneytisins sem færist á aðra málaflokka.
  2. Hlutdeild málaflokksins í aðhaldskröfu málefnasviðsins nemur 79,5 m.kr.
Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum